Færsluflokkur: Bloggar
2.4.2007 | 09:18
Drottning á meðal vor ??
Brynja Dröfn valin fegurðardrottning Austurlands
Þetta var í Mogganum, er ekki allt satt sem er í Mogganum ?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.3.2007 | 15:30
Þessi frétt kom á mbl.is
Þessi frétt kom á mbl.is, fannst alveg hreint stórkostlegur textinn við myndina og set þetta því hér inn.
Rúmlega 30 rollur voru felldar á bænum Neðsta Hvammi í Dýrafirði í gær. Kæra barst héraðsdýralækni í lok febrúar frá Dýraverndarsambandi Íslands vegna slæms aðbúnaðar og vannæringar kindanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.3.2007 | 15:03
Vegna frétta um misnotkun
Nú hafa borist okkur fréttir um að börn í fátækum löndum séu misnotuð af súkkulaðiframleiðendum og notuð sem þrælar við að tína kakóbaunir.
Ég vil fullvissa alla um að okkar súkkulaði kemur ekki þaðan heldur frá ótilgreindum stað ( má því miður ekki gefa upp staðsetninguna af öryggisástæðum ) en fékk senda mynd af tínslumönnum og birti hana hér með.
Biðst afsökunar á myndgæðum en þessi mynd var tekin úr miklum fjarska í gegnum gervitungl.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2007 | 11:07
Fyrir kvöldið ...
Jæja þá er komið að því .... Í kvöld verður kynningarfundurinn hjá Súkkulaðifélaginu haldinn heima hjá Helgu. Um 17 manns hafa tilkynnt komu sína og stefnir í alveg hreint brilliant kvöld. Heiðursgestur kvöldsins er að sjálfsögðu BÝÞ sem okkur hlakkar mikið til að hitta.
Þá er bara að skella sér á skóútsöluna sem Miss T sagði okkur frá ( hún talaði sérstaklega um að henni fyndist að við sem hópur yrði að vera smart ) Brynja mætir þó vonandi ekki á keiluskónum. Skella sér svo í bað og setja á sig vellyktandi og mæta svo uppúr kl 20 til Helgu.
Tilvalið væri jafnvel að skella sér í súkkulaðibað fyrir kvöldið. Bendi á að í súkkulaðiðbaðið er allt í lagi að nota ódýrari gerðir af súkkulaði til blands við þær betri. Jafnvel mætti nota fínt súkkulaði til helminga á móti Bónus súkkulaði.
Sjáiði bara hvað hún er afslöppuð, þetta er voðalega notalegt.
Munum svo S - in þrjú fyrir kvöldið Skrúfa - spreyja - snúa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.3.2007 | 09:33
Tilkynning frá Miss T
Þessi gríðarlega spennandi tíðindi voru að berast frá Miss T.
Blend og Ecco heildsölurnar verða með árlegu lagersöluna sína í Skútuvogi 4 ( áður Gripið og Greitt ) Frá föstudeginum 30.mars ( súkkulaðideginum ) til laugardagsins 07.apríl. Mér skilst að þarna eigi alveg að keyra verðið niður í botn. Það hefur nú ekki þurft að segja okkur tvisvar hingað til að fara að kaupa skó ódýrt. ( Brynja fer að sjálfsögðu ekki þar sem hún er svo ánægð með nýju keiluskóna sína )
Þess ber að geta að Miss T fór einu sinni í bústað með Gerði G Bjarklind og kann því sitthvað í að segja fréttir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2007 | 13:24
STRÁKURINN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.3.2007 | 13:03
Ferðalag framundan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.3.2007 | 12:05
Kakan hennar Áslaugar
1 bolli sterkt uppáhellt kaffi, 200 gr. sykur, 20 gr púðursykur, 300 gr. smjör, 400 gr. súkkulaði ( Síríus 70% ) 5-6 egg.
Hitið ofninn í 180°C. Setjið kaffið í pott og bætið sykrinum út í. Látið suðuna koma upp. Takið pottinn af hellunni og bætið smjöri og súkkulaði út í. Setjið pottinn aftur á helluna en gætið þess að blandan sjóði ekki eftir að súkkulaðið og smjörið er komið saman við. Hrærið vel. Bætið nú eggjunum útí og hrærið allt vel saman. Smyrjið stórt lausbotna form og klæðið það að utan með álpappír svo deigið leki ekki úr forminu á meðan kakan bakast. Hellið deiginu í formið og bakið í 1 klst. Kælið kökuna í 3-4 klst. áður en hún er borin fram ( eða berið fram heita með ís.
Þessi er svakaleg bomba
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.3.2007 | 22:55
Pæling
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.3.2007 | 19:37
Til athugunar ( Eva)
Af gefnu tilefni hef ég verið beðin um að láta það koma fram að ekki er æskilegt að mæta í boðið mikla í síðum g-streng. Það er talið að það muni draga of mikla athygli frá veitingunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)