Færsluflokkur: Bloggar
15.8.2007 | 15:39
Er ekki bara komin opnunartími ?
Þá er nú bara komið að því að opna súkkulaðisjoppuna aftur.
Fyrsta ferð haustsins eða síðasta ferð sumarsins er framundan. Það er reyndar ekki á vegum félagsins heldur mun Miss T leiða okkur um töfraheima Keflavíkur í æsispennandi leit að bling bling og glerdóti. Miss T er náttúrlega farinn yfir um, mér finnst hún reyndar ekki kunna alveg nógu vel við sig þar því ég er allavega búin að sjá hana fimm sinnum hérna megin bara í dag. En hún verður fararstjóri í þessari ferð líkt og í fyrra. Mér skilst að svo sé það DUUS til að næra líkamann. Spurning hvort hægt sé að fá þar einhvern gómsætan súkkulaði desert. ( númer 4 á eftirréttaseðli )
Súkkulaðiterta
með ís og rjóma
Devil's food cake
with ice cream and whipped cream
hljómar ljómandi vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.6.2007 | 15:31
Holiday
Súkkulaðiklúbburinn er kominn í holiday yfir sumarið. Opnum sjoppuna aftur í ágúst en þá verður farið í pílagrímsferð á Galito.
Sjáumst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2007 | 09:54
Fellt niður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2007 | 11:09
Erfitt
Það getur oft verið erfitt að búa svona án karlmanns. Það þarf stundum að lyfta einhverju þungu, bora eitthvað í vegg eða skipta um ljós. Ég get náttúrlega ekki alltaf treyst á Gunna minn í blindni. Nú er ég búin að leysa eitt af vandamálunum..... Að opna flöskur. Keypti mér einn svona á e-bay og bíð spennt eftir að fá hann sendan heim. Hvað ætli maður þurfi að borga í toll af svona ?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.4.2007 | 14:11
Pæling
Smá pæling vegna fyrri færslu um klósettpappírinn.
Þetta er að sjálfsögðu endurnýttur pappír og auðvitað ættum við að endurnýta aftur þessar afrifur sem þekja gólfið. Ef við höfum bara litla fötu á hverju klósetti til að setja afrifurnar af gólfinu í og endurvinnum þennan pappír í jólakort til að senda út næstu jól fyrir hönd FIRMANS.
Þetta gæti verið skemmtileg kvöldstund fyrir deildina að hittast og föndra jólakort.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.4.2007 | 13:59
Tímaeyðsla
Undanfarið hef ég eytt meiri og meiri tíma á salerninu í vinnunni. Ástæðan er ekki slæmur matur í mötuneytinu heldur nýr klósettpappír sem hefur verið tekinn í notkun hér á bæ.
Þessi pappír er semsagt svo þunnur að það tekur alveg heila eilífð að ná sér í smá bút þar sem hann slitnar alltaf þó maður togi ofurvarlega. Ef rúllan er alveg ný má reikna með að það taki alveg 15 mínútur að finna endann og svo aðrar 8 að ná í nóg af pappír til að geta gengið frá sínu.
Maður endar eiginlega með fangið fullt af litlum bréfbútum, eiginlega gegnsæum því pappírinn er svo þunnur. Þetta er nú ekki framlegðarhvetjandi og finnst mér að the Firm ætti að endurskoða þessi mál á næsta aðalfundi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2007 | 14:53
Óvissuferð
Jæja þá fer að koma að óvissuferð. Mikið væri nú gaman ef þeir sem skipuleggja hana myndu hafa í huga súkkulaðiáhuga okkar í félaginu og myndu miða ferðina útfrá því. Gaman væri til dæmis að fá að skoða verksmiðjuna hjá Nóa og Síríus og jafnvel fá að smakka eitthvað gott hjá þeim. Hægt væri að fara í keppnir í til dæmis kúluáti eða hver er fljótastur að pakka inn nizza súkkulaði. Ferðinni væri svo lokið með því að syngja saman með starfsfólki Nóa eitthvað fallegt.
Mikið væri það nú gaman...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2007 | 12:25
Já var það ekki
SÓA benti mér á þessa grein úr Mogganum
Súkkulaði sem fær að bráðna á tungunni hefur meiri áhrif í heilanum en ástríðufullur koss, að því er vísindamenn segja. Fylgdust þeir með hjartslætti og heilastarfsemi í sjálfboðaliðum á þrítugsaldri sem létu súkkulaði bráðna uppi í sér og kysstust síðan.
Frá þessu greinir fréttavefur BBC.
Súkkulaðið olli meiri og langvinnari vellíðunaráhrifum en kossinn, og jókst hjartsláttur sjálfboðaliðanna um helming er þeir nutu súkkulaðisins.
Stjórnandi rannsóknarinnar segir að í mörgum tilvikum hafi áhrifin af súkkulaðinu varað fjórfalt lengur en áhrifin af ástríðufullum kossi. Fyrri rannsóknir hafi leitt í ljós að súkkulaði hafi geðvirk áhrif, en ef það fái að bráðna á tungunni kunni áhrifin að verða enn meiri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.4.2007 | 12:51
Uppskriftin af Souffleinu fræga
140gr smjör
140gr 70% Nóa síríus súkkulaði
2 egg
3 eggjarauður
140 gr flórsykur
60 gr hveiti
220°c heitur ofn "EKKI BLÁSTUR"
smyrja 6 lítil suffleform
bræða smjör og súkkulaði við vægann hita
þeyta egg og eggjarauður í skál og setjið svo flórsykurinn útí og þeytið vel
Hella súkkulaðiblöndunni samanvið og þeyta á meðan og hræra að lokum hveitinu samanvið.
Skipta deginu jafnt í formin, ca 1dl í hvert.
bakist í 11-12 mín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2007 | 10:48
Páskaegg, leiðbeiningar
Nú hefur súkkulaðiklúbburinn fengið úthlutað árlegum páskaeggjaskammti frá vinnustaðnum. Nokkrar reglur ber að hafa í heiðri þegar páskaegg eru borðuð.
1. Ekki vera gráðugur. Fátt er ósmekklegra en kona sem rífur í sig súkkulaði eins og hungrað ljón.
2. Ekki brjóta eggið með höndunum, notið hníf og skerið varlega eftir miðju eggsins þannig að það fari í tvennt nákvæmlega eftir miðju.
3. Ekki deila egginu með neinum, nema súkkulaðikúlurnar mega fara til makans. Súkkulaðikúlur má undir engum kringustæðum nota til að hræða börn eins og Brynja gerir.
4. Alltaf vera smart til fara þegar páskaegg eru borðuð. Þetta er hátíðlegt tilefni og ber að haga klæðaburði eftir því. Náttbuxur og bolur virka bara ekki þegar páskegg er borðað.
Passið að enda ekki svona...... því ekki er smart að vera hugguleg og sæt en með svona krakka með sér .
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)