Er ekki kominn tími

Jæja þá er nú aldeilis kominn tími á að endurvekja klúbbinn.

Elísa var kvödd með stæl í súkkulaðipartíi, en betur má ef duga skal.

Nú er að koma tími á alvöru súkkulaðisukk.  Eftir jólin ættum við því að stefna á almennilegt geim.  Heyrði SFR og IÝI ræða veisluhöld, át og drykkju sem væri gaman að stefna á í jan.

Skoðið málin skvísur, Elísa mun að sjálfsögðu skella sér heim til að geta verið með í geiminu.

 


HANN ER AÐ KOMA !!!!

Spennandi tímar framundan ....  óvæntir atburðir að gerast í súkkulaðiklúbbnum ....

belja

 Kemur í ljós fljótlega...... stay tuned....


Fundur afstaðinn

Þá er vorfundur súkkulaðifélagsins að baki.  Ekki sáu nú allir sér fært að koma en það var alveg partýhæft.  Nokkrir meðlimir hópsins eru líka eitthvað ófrískir þessa dagana.

En við hófum veisluna á gæða kjúklingasalati ala Lindin ljúfa og fórum síðan yfir í Súkkulaðibombu Ásdísa Nigellu og súkkulaðiköku Friðriku.  Allt bragðaðist þetta stórkostlega og vorum við ekki mikið að spara okkur í átinu.

Að sjálfsögðu var drukkið rautt og hvítt með ásamt öli (og vatni  þessar ófrísku muniði )

 Eva var með léttan salsa dans sem skemmtiatriði og tókst það ljómandi vel.

Ég mun setja inn myndir um leið og ég druslast til að taka þær úr vélinni.

 


16. MAÍ Sumarið er tíminn

16.maí er 136. dagur ársins og er því alveg kjörin til súkkulaðifundar.

Við þurfum nú að skipuleggja veisluna, hver ætlar að koma með eitthvað og hver ætlar bara að koma með sig.

Til okkar mun jafnvel koma gestur með bling til sölu gert úr swarovski kristal og geta þær sem áhuga hafa á því fest kaup á einhverju glingri ef þær vilja.

Ég hef áhuga á að búa til skó úr súkkulaði handa okkur( sjá hér fyrir neðan ) en mig vantar mót fyrir það.  Ef einhver á svipaða skó til að nota sem mót þá má sá hinn sami hafa samband við mig.   ( mér finnst endilega að ég hafi séð einhverja ykkar á svona skóm í mötó)

Pure_Chocolat

Endilega komið með hugmyndir að einhverju skemmtilegu að borða og drekka.  

Eva kemur með upptökutæki sem er jafnframt geislaspilari og örbylgjuofn, þannig að hún sér bæði um tónlist og upphitun á matvælum.

1OE3CAQCITJ2CA0N2BLTCARRGCYCCA70N69XCA6XCVDYCAZYPXFPCATJ79PXCAJ32JG9CA8KFUR2CACS5N4ECAEHGPW0CA860P0ICA12FMHJCAFVJCSLCADTVTH4CAG5Z3OBCAHSV56PCA0ADNUECA772M03

Farið núna djúpt inn í innra sjálf ykkar og sækið hugmyndir og gleði til að deila með okkur þann 16.maí. 

Látum gleðina taka völdin og finnum ró og vellíðan flæða um skrokkinn.   Gefum okkur hlutlausa yfirsýn á kringumstæður, setjumst eins og Búddah á fjallinu látum orkustöðvarnar okkar nærast á súkkulaði og rauðvíni.  Etum drekkum og verum glaðar.

 

 

 

 

 


Hvað er nú á seyði !!

Var ekki búið að segja EG að súkkulaði vex ekki á svona trjám ??

Eva


Fundur ....

Lögð er fram tillaga að fundi félagsins.   Verið er að ræða föstudaginn 16.maí.

Dagskrá

  • Almenn aðalfundarstörf
  • Skipulag nefnda
  • Kosning til stjórnar
  • Hlé
  • Át og drykkja þar til fundi líkur.

Þeir sem gætu hugsað sér að mæta mega melda sig í skilaboðum svo að við sjáum ca. hverjar eru til í tuskið.

( er ekki pottþétt að ÁS verði erlendis á þessum tíma ? )  

 Allar að mæta í rauðu eins og þessi mynd frá síðasta fundi sýnir.

feitar

 

 

 

 


Ja hérna

Spurning stelpur hvað þessi myndi kosta síður ??
mbl.is Níu milljóna króna nærhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hmmm getur þetta verið ?

Ég ætla að leggja símanum og byrja að reykja aftur.  
mbl.is Farsímar hættulegri en reykingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja þá.....

Okkur hefur borist kvörtun frá MissTý að handan.  Henni finnst eitthvað lítið vera að gerast í málum súkkulaðiklúbbsins og hefur hún sitthvað til síns máls.

1.mál á dagskrá er væntanlega hvenær eigi að halda næsta fund og hvar.  Allar uppástungur vel þegnar.

2.mál.  Árshátíðardesert ....  hvað finnst okkur um Tenerive karamellu-súkkulaðimousse með heslihnetumulningi.  Er einhverntíman í lagi að þynna út súkkulaðið með karamellu eitthvað ???  Endilega segið hvað ykkur finnst.

3.mál.  Öllum meðlimum súkkulaðiklúbbsins er heimilt að nota þessa bloggsíðu til að koma fréttum og skoðunum sínum á framfæri ( svo framarlega sem þær samrýmist skoðunum klúbbsins)   Ef einhvern grípur óstjórnleg löngun til að tjá sig má nálgast lykilorð á stjórnsíðu bloggsins hjá LK.

 

 


Ertu ekki að kidda mig !!

Ný tegund af rottu finnst í Indónesíu skv. Vísi.is   Hún er fimm sinnum stærri en venjulegar rottur og alveg óhrædd við menn.

bilde

Við erum að tala um jafnstórt og meðalköttur....  Já sæll


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband