16. MAÍ Sumarið er tíminn

16.maí er 136. dagur ársins og er því alveg kjörin til súkkulaðifundar.

Við þurfum nú að skipuleggja veisluna, hver ætlar að koma með eitthvað og hver ætlar bara að koma með sig.

Til okkar mun jafnvel koma gestur með bling til sölu gert úr swarovski kristal og geta þær sem áhuga hafa á því fest kaup á einhverju glingri ef þær vilja.

Ég hef áhuga á að búa til skó úr súkkulaði handa okkur( sjá hér fyrir neðan ) en mig vantar mót fyrir það.  Ef einhver á svipaða skó til að nota sem mót þá má sá hinn sami hafa samband við mig.   ( mér finnst endilega að ég hafi séð einhverja ykkar á svona skóm í mötó)

Pure_Chocolat

Endilega komið með hugmyndir að einhverju skemmtilegu að borða og drekka.  

Eva kemur með upptökutæki sem er jafnframt geislaspilari og örbylgjuofn, þannig að hún sér bæði um tónlist og upphitun á matvælum.

1OE3CAQCITJ2CA0N2BLTCARRGCYCCA70N69XCA6XCVDYCAZYPXFPCATJ79PXCAJ32JG9CA8KFUR2CACS5N4ECAEHGPW0CA860P0ICA12FMHJCAFVJCSLCADTVTH4CAG5Z3OBCAHSV56PCA0ADNUECA772M03

Farið núna djúpt inn í innra sjálf ykkar og sækið hugmyndir og gleði til að deila með okkur þann 16.maí. 

Látum gleðina taka völdin og finnum ró og vellíðan flæða um skrokkinn.   Gefum okkur hlutlausa yfirsýn á kringumstæður, setjumst eins og Búddah á fjallinu látum orkustöðvarnar okkar nærast á súkkulaði og rauðvíni.  Etum drekkum og verum glaðar.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég mæti.

Ef ég verð ekki dauð eftir að sitja á leikritinu Hvers virði er ég.

En Linda ég get líka komið aftur í keiluskónum mínum ef þú vilt nota þá sem mót.

Brynja Dröfn (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband