6.3.2008 | 15:10
Jæja þá.....
Okkur hefur borist kvörtun frá MissTý að handan. Henni finnst eitthvað lítið vera að gerast í málum súkkulaðiklúbbsins og hefur hún sitthvað til síns máls.
1.mál á dagskrá er væntanlega hvenær eigi að halda næsta fund og hvar. Allar uppástungur vel þegnar.
2.mál. Árshátíðardesert .... hvað finnst okkur um Tenerive karamellu-súkkulaðimousse með heslihnetumulningi. Er einhverntíman í lagi að þynna út súkkulaðið með karamellu eitthvað ??? Endilega segið hvað ykkur finnst.
3.mál. Öllum meðlimum súkkulaðiklúbbsins er heimilt að nota þessa bloggsíðu til að koma fréttum og skoðunum sínum á framfæri ( svo framarlega sem þær samrýmist skoðunum klúbbsins) Ef einhvern grípur óstjórnleg löngun til að tjá sig má nálgast lykilorð á stjórnsíðu bloggsins hjá LK.
Athugasemdir
mér finnst sá sem kvartar eða er ekki sáttur eigi að halda fund !!
hvað finnst ykkur?
soa (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 15:14
Þá er það ákveðið, næsti fundur hjá Miss T. Hvenær eigum við að mæta ??
lindin ljúfa (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 15:15
Dí hvað ég er fegin að það er líf í ykkur.. var farin að halda að þið væruð að handan. Hesilhnetumulningurinn á eftir að slá í gegn - svona onananá súkkulaði - finn það á mér. Tel samt öruggast að meðlimir klúbbsins taki með sér örlítið súkkulaði í veskið, bara lítinn mola, in case. Geymist þó eigi í rassvasanum... Svo hefði nú mátt skreyta þessa frétt með Lindu og BÝÞ í bleika þemanu.. sakna þess.
MissT (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 15:18
Gvuð hvað þið voruð snöggar að pikka inn ath.semdir, Miss T mun að sjálfsögðu ákveða hver heldur.. en ekki??
Kom Pálína með Súkkulaði köku í dag? Er ég að missa af einhverju???
Miss T (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 15:20
Engin kaka kom í dag - hver kenndi henni eiginlega þegar hún byrjaði að vinna hér? hmmm MissT?
soa (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 15:40
Mig langar í partý til teddý.. og hún gerir nefnilega mjög góðar súkkulaðikökur!! Hef ég heyrt... held að ég hafi aldrei fengið að smakka!!!!
Rósie súkkulaðisósie (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 16:09
Ummmm ég styð það að Misty bjóði okkur heim:)
Rosalega fínt að hugsa um jummie súkkulaðikökur á föstudagsmorgni, ég er farin heim að baka
HLH (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 08:21
HLH - segðu okkur bara hvenær við eigum að mæta til þín í kökuna
soa (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 09:24
Ég hef einmitt frétt þetta með Miss T. Hún á víst að baka geggjaðar súkkulaðikökur en enginn virðist hafa smakkað. Skyldu þetta vera flökkusögur ?
Lindin ljúfa (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 09:59
Hljómar allavega vel geggjuðu súkkluaðikökurnar hjá Miss T.
mmmmn mig langar í
HB (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 17:31
Ég hef smakkað þær og það er alveg leggjandi á sig ferð úr Grafarvogi og alla leið á litla lága nesið til að gúffa þeim í sig.
ÁS (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 20:17
er Miss T þá að fara baka ???
soa (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 09:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.