9.10.2007 | 13:58
Frábær ferð
Þá er þessari bráðskemmtilegu ferð lokið og ekki laust við að sæust tár á hvarmi þegar við kvöddum BÝÞ á lestarstöðinni í Kaupmannahöfn. Við skemmtum okkur stórkostlega og það er aðal málið.
Við vorum mættar út um kl. 13 á fimmtudeginum og þá var að sjálfsögðu rokið heim á Niels Hemmingsen gade þar sem íbúðin okkar er staðsett. Það kom skemmtilega á óvart að þessi íbúð var með innbyggðum líkamsræktarfítusum. Þ.e stórkostlegur stairmaster og lærabani alla leið upp á fimmtu hæð. Ég get ekki byrjað að lýsa því hversu erfitt var að bera upp töskurnar.
Hér er svo æfingasalurinn
Við áttum stefnumót við BÝÞ þannig að töskunum var bara hent inn og svo haldið á Strikið og strunsað niður á Ráðhústorg að hitta skvísuna. Þegar búið var að pikka hana upp og kyssa og knúsa var bara stefnan tekin á næsta bar og skálað í öli. Tókum því svo rólega og kíktum í búðir og fengum okkur að borða á Hard Rock, versluðum okkur rauðvín og osta og fórum heim í náttfatapartý, slúður og rauðvínsull.
Rjátluðumst á lappir um 10 á föstudeginum og gerðum okkur sætar. Það tók talsverðan tíma og vorum við því ekki komnar út fyrr en um hádegi.
Þá var haldið á vit outletta og útsölumarkaða á Langeline. Ekki leist okkur vel á hvorki vörur né verð þar og það eina sem var keypt voru glæsileg fjólublá og rósótt stígvél sem BÝÞ fullyrðir að allir sem búa í DK þurfi að eiga. 'Otrúlega krúttileg. BDI var komin á svífandi siglingu og í mikið verslunarstuð þannig að við slepptum henni lausri á Strikinu og við hinar fórum í Nýhöfn til að sitja í sólinni og sötra bjór og borða ís.
Um kvöldið áttum við svo pantað borð á ástralska veitingastaðnum Reef N beef, frábær staður þar sem hægt er að fá krókódíla og kengúrukjöt. Maturinn var æðislegur og getum við mælt 100 % með honum. Við eyddum öllu kvöldinu þarna og fengum okkur súkkulaði desert to die for í restina.
Gengum svo heim í rólegheitum og skoðuðum mannlífið. Þessi fann sig tilneyddan til að koma og vera með á myndinni.
Fundum svo þetta sem betur fer því annars hefðum við verið alveg villtar
Sáum einnig að Dagmar á hér marga aðdáendur líkt og hér á Íslandi. Þessir hafa samt gengið lengra í aðdáun sinni en við eigum að venjast hér heima. Veit ekki til að neinn hafi sett upp skilti henni til heiðurs hér ( ekki ennþá allavega )
Á laugardag gengum við í rólegheitum í bæinn og tókum svo lestina í Fisketorvet. Þar var shoppað feitt og vorum við orðnar ansi þreyttar þegar leið á daginn.
Fórum svo bara með taxa heim og lögðum okkur aðeins. Við vorum búnar að panta borð á Indverskum stað sem er beint á móti Reef N beef á jernbanegade. Hann heitir Indian Taj og fórum við þangað í dinner. Þar er rosa gaman að borða, fengum marga rétti alla jafn góða en suma missterka.
Á sunnudeginum urðum við að vera búnar að losa húsnæðið fyrir kl 12. Pöntuðum okkur minibus og létum skutla okkur með allt draslið á lestarstöðina. Létum geyma töskurnar þar og skelltum okkur með lestinni í Fields mallið. BDI var enn á svífandi shopping siglingu þannig að við slepptum henni lausri og settumst á barinn. Fengum okkur misstóra bjóra og slöppuðum af.
Um fimm leytið var komin tími til að huga að heimferð og kvöddum við BÝÞ á lestarstöðinni þar sem hún geislaði eins og drottning í nýju flottu kápunni sinni.
BÝÞ sendir knúsa og kossa á alla ....
Þá var það bara að koma sér á Kastrup og fljúga heim. Hittum barþjóna þar á einhverjum sportbar sem vildu allt fyrir okkur gera, þeir bjuggu til handa okkur kokkteila og buðu uppá einhvern ávaxtalíkjör í skotglösum. Svona eiga menn að vera. Sá minni heitir því skemmtilega nafni Bara Bomm ( ég er ekki að grínast, hann sýndi okkur skilríkin sín )
Takk fyrir samveruna stelpur og frábæra helgi.
Athugasemdir
Það eru allir svo ógeðslega abbó útí ykkur að það skrifar enginn neitt hér inn:)
Meina hvern langar eiginlega til að fara í svona shopping og afslöppunarferð? Ekki mig:) Múhaha
HLH (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.