27.8.2007 | 13:39
Frönsk súkkulaðikaka
Á hótel Loftleiðum fæst mjög góð frönsk súkkulaðikaka. Á sunnudag vaknaði innra með mér geysilega mikil löngun í eina slíka. Þar sem ég er svona í hálfpartins átaki fannst mér eiginlega ekki hægt að keyra niðureftir og fá mér sneið, það hefði einhvern veginn ekki lookað rétt. Ég fékk því lánaðan monstertrukkinn hans Gunna og skellti hjólinu mínu afturí. Keyrði upp í Kópavog til vinkonu minnar og við hjóluðum þaðan niður á Loftleiði. Fengum okkur sneið af franskri og rjóma og hjóluðum til baka. Með því að gera þetta svona losnaði ég alveg við samviskubitið sem hefði annars þjakað mig.
Næst ætla ég að setja hjólið afturí og keyra bara beint niður á Loftleiðir, þá verð ég ekki svona þreytt.
Athugasemdir
Mér finnst seinni aðferðin betri Linda mín...
Helga Lína (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 14:25
ER BARA HÆGT AÐ KJÓSA EINU SINNI Í ÞESSARI HELV.. KÖNNUN???
Næst þegar þú ferð á hjólinu Linda mín, þá fæ ég bara að sitja í körfunnni.. með enn betri samvisku!
MissT (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 14:44
Gunni bauðst til að keyra mig og hjólið næst. Þá þarf ég ekki að lyfta því uppí bílinn sjálf. Það er nefnilega glettilega erfitt.
Lindin ljúfa (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 14:54
Og by the way MissT, það er sko ekki karfa á hjólinu mínu. Hjólið mitt er hipp og kúl fjallahjól, myndi ekki láta sjá mig með hjól með körfu aftan í bílnum hans Gunna.
lindin ljúfa (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 14:56
Gef seinni aðferðinni mitt atkvæði líka.... er þetta ekki annars kosning :o)Það gæti líka verið voða gott að taka bara með sér hlaupahjól... léttara að lyfta því.
Dóra (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 14:50
Hej skvísur
Velkomnar aftur í bloggheiminn, það er alltaf jafn gaman að lesa bullið hjá ykkur geðveikt nýja hjólið þitt Linda mín
kveðja frá baunalandi, Borghildur Ýr
Borghildur Ýr (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.