15.8.2007 | 15:39
Er ekki bara komin opnunartími ?
Þá er nú bara komið að því að opna súkkulaðisjoppuna aftur.
Fyrsta ferð haustsins eða síðasta ferð sumarsins er framundan. Það er reyndar ekki á vegum félagsins heldur mun Miss T leiða okkur um töfraheima Keflavíkur í æsispennandi leit að bling bling og glerdóti. Miss T er náttúrlega farinn yfir um, mér finnst hún reyndar ekki kunna alveg nógu vel við sig þar því ég er allavega búin að sjá hana fimm sinnum hérna megin bara í dag. En hún verður fararstjóri í þessari ferð líkt og í fyrra. Mér skilst að svo sé það DUUS til að næra líkamann. Spurning hvort hægt sé að fá þar einhvern gómsætan súkkulaði desert. ( númer 4 á eftirréttaseðli )
Súkkulaðiterta
með ís og rjóma
Devil's food cake
with ice cream and whipped cream
hljómar ljómandi vel.
Athugasemdir
Gvöð hvað ég er búin að sakna þín Linda.....
Helga (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 15:49
Hefði svo gjarna viljað bjóða Birnu Þórðar með - þar sem hún er svo vön að leiða fólk um stræti og torg.. en hún má ekki stíga fæti á Keflavíkursvæðið.
Hlakka til að lóðsa ykkur um og háma svo í mig tjokkulaðe, ný skreytt og fín !
Miss T (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 16:00
ó mæ.. er alveg til í sukk og þá sérstaklega í súkkulaði.
Hlakka til að hitta Rúnar Júl, Jón Halldór og Theódóru The Duus á morgun.
Spurning hvort konan sem keyrði á móti okkur í fyrra sé enn á ferðinni!
Rósie (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 16:05
Sluppuð þið kjellinguna?
Við fórum Vatnsleysustrandarveginn til að sleppa við hana... Ógeðslega var gaman....Í alvöru hafiði skoðað húsið hans Sverris Stormskers..spúúkíi
Helga (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 09:47
Nei en við skoðuðum húsið hennar Rósu ( sppúkíí )
Mmmmmm súkkulaðikaka, 17.8.2007 kl. 10:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.