Erfitt

Það getur oft verið erfitt að búa svona án karlmanns.   Það þarf stundum að lyfta einhverju þungu, bora eitthvað í vegg eða skipta um ljós.  Ég get náttúrlega ekki alltaf treyst á Gunna minn í blindni.  Nú er ég búin að leysa eitt af vandamálunum..... Að opna flöskur.  Keypti mér einn svona á e-bay og bíð spennt eftir að fá hann sendan heim.  Hvað ætli maður þurfi að borga í toll af svona ?

20070503T093334Z-P-TNS-RCON-C406-NVO-NEWZEALANDOCTOPUS_lg 

Kolkrabbi nokkur á Nýja-Sjálandi hefur sýnt óvenjulega hæfileika en í ljós hefur komið, að hann getur opnað dósir og flöskur. Kolkrabbinn notar armana til að opna lok á krukkum eða taka tappa úr flöskum og hann gæðir sér síðan á innihaldinu af bestu list.  
 ( Tek fram að ég ætla ekki að deila innihaldi með kolkrabbanum )

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jahá.. er ekki bara hægt að græða svona arma á kallinn?? það kæmi sér svo asskoti vel hehehe

Unnur - svikahrappur og hættari (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband