27.4.2007 | 13:59
Tímaeyðsla
Undanfarið hef ég eytt meiri og meiri tíma á salerninu í vinnunni. Ástæðan er ekki slæmur matur í mötuneytinu heldur nýr klósettpappír sem hefur verið tekinn í notkun hér á bæ.
Þessi pappír er semsagt svo þunnur að það tekur alveg heila eilífð að ná sér í smá bút þar sem hann slitnar alltaf þó maður togi ofurvarlega. Ef rúllan er alveg ný má reikna með að það taki alveg 15 mínútur að finna endann og svo aðrar 8 að ná í nóg af pappír til að geta gengið frá sínu.
Maður endar eiginlega með fangið fullt af litlum bréfbútum, eiginlega gegnsæum því pappírinn er svo þunnur. Þetta er nú ekki framlegðarhvetjandi og finnst mér að the Firm ætti að endurskoða þessi mál á næsta aðalfundi.
Athugasemdir
það eru hugrenningar í dag
SÓA (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 14:03
Sorglegt en satt!!!!!!
Eva (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.