Já var það ekki

SÓA benti mér á þessa grein úr Mogganum

Súkkulaði sem fær að bráðna á tungunni hefur meiri áhrif í heilanum en ástríðufullur koss, að því er vísindamenn segja. Fylgdust þeir með hjartslætti og heilastarfsemi í sjálfboðaliðum á þrítugsaldri sem létu súkkulaði bráðna uppi í sér og kysstust síðan.

Frá þessu greinir fréttavefur BBC.

Súkkulaðið olli meiri og langvinnari vellíðunaráhrifum en kossinn, og jókst hjartsláttur sjálfboðaliðanna um helming er þeir nutu súkkulaðisins.

Stjórnandi rannsóknarinnar segir að í mörgum tilvikum hafi áhrifin af súkkulaðinu varað fjórfalt lengur en áhrifin af ástríðufullum kossi. Fyrri rannsóknir hafi leitt í ljós að súkkulaði hafi geðvirk áhrif, en ef það fái að bráðna á tungunni kunni áhrifin að verða enn meiri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil samt frekar Gunna en suðusúkkulaði !

Lindinljúfa (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 11:17

2 identicon

Hvorn Gunnan ertu þá að vísa í ? hmmmmm

sóa (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 13:42

3 identicon

Gunnar hinn eldri....

lindinljufa (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 13:56

4 identicon

Erum við hér að tala um sleik, gaggósleik eða gamaldagskoss.  Hefur tunguhaft áhrif??  Ég á páskaeggið mitt enn eftir.. hvað segir það um mig??

MisTy (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 13:37

5 identicon

Erum við hér að tala um sleik, gaggósleik eða gamaldagskoss.  Hefur tunguhaft áhrif??  Ég á páskaeggið mitt enn eftir.. hvað segir það um mig??

MisTy (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband