Páskaegg, leiðbeiningar

Nú hefur súkkulaðiklúbburinn fengið úthlutað árlegum páskaeggjaskammti frá vinnustaðnum.  Nokkrar reglur ber að hafa í heiðri þegar páskaegg eru borðuð.

1.  Ekki vera gráðugur.   Fátt er ósmekklegra en kona sem rífur í sig súkkulaði eins og hungrað ljón.

2. Ekki brjóta eggið með höndunum, notið hníf og skerið varlega eftir miðju eggsins þannig að það fari í tvennt nákvæmlega eftir miðju.

3.  Ekki deila egginu með neinum, nema súkkulaðikúlurnar mega fara til makans.   Súkkulaðikúlur má undir engum kringustæðum nota til að hræða börn eins og Brynja gerir.

4.  Alltaf vera smart til fara þegar páskaegg eru borðuð.  Þetta er hátíðlegt tilefni og ber að haga klæðaburði eftir því.  Náttbuxur og bolur virka bara ekki þegar páskegg er borðað.

Passið að enda ekki svona......  því ekki er smart að vera hugguleg og sæt en með svona krakka með sér .

súkkulaðigæi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er búin að reyna í mörg ár að skera eggið eftir miðjunni.

Og það er bara ekki að virka þá komst ég að því.

Í dag eru eggin brædd í mótum sem eru heil.

Þegar ég var lítil var alltaf hægt að skera eggin í sundur og var það hita mál á mínu heimili ef eitthvað klikkað.

Kb. Brynja Dröfn

Brynja Dröfn (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 10:57

2 Smámynd: Mmmmmm súkkulaðikaka

Fólk er bara mishæfileikaríkt með hnífinn.  Þú ættir kannski að fá bara bingókúluegg.

Mmmmmm súkkulaðikaka, 4.4.2007 kl. 10:58

3 identicon

Mér finnst líka skipta ógurlegu máli að vera með góða skál, svona privat skál, í einhverjum fallegum lit.. ekkert svona eldhúsdót.  Maður ætti kannski að hanna góða skál í felulitum - svo maður þurfi ekki að berjast jafn mikið við aðra fjölsk.meðlimi... verður að vera sem sagt í stíl við outfittið.. ekki eitthvað náttúrudrasl.

Misty (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 12:17

4 identicon

Skálin skiptir svo sannarlega máli.  Hver kannast ekki við að vera komin í betri fötin og búin að skera eggið og fatta þá að það er ekkert til nema Tupperware skál.  Ekki að virka.   Á mínu heimili er sérstök páskaskál sér skreytt fyrir páskana og er hún eingöngu notuð á páskadag.   Annað væri helgispjöll

lindin ljúfa (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband