26.3.2007 | 13:03
Ferðalag framundan
Nú er komið að því að fara með súkkulaðifélagið út á landsbyggðina. Við ætlum með rútu á Skriðufell og þar munum við kynna starf súkkulaðifélagsins fyrir óinnvígðum og segja frá starfseminni. Mér skilst að það sé geysilega góð mæting og eru allir alveg gríðarlega spenntir fyrir ferðinni. Það verður nú aldeilis gaman að sjá hvaða góðgæti hún Eva töfrar fram handa okkur hinum.
Athugasemdir
já það verður nú aldeilis gaman!!!
Eva súkkulaðisjúka (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 13:07
Hmm hvað ætli verði í eftirrétt????
Helga (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 13:10
En mig er nú farið að langa svolítið til að heyra í fólki hverjir ætla að mæta á föstudaginn? Helga djamm og súkkulaðisjúka getur ekki beðið eftir föstudeginum:)
Helga súkkulaðisjúka (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 13:14
Spurning um að fara að senda póst og benda fólki á að það þarf að skrá sig svo við getum reiknað út kaloríufjölda sem verður boðið uppá.
Mmmmmm súkkulaðikaka, 26.3.2007 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.