18.3.2007 | 12:54
Þetta hélt ég einmitt
Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu þann 23.febrúar þá eykur dökkt súkkulaði einbeintingu. Dökkt súkkulaði getur skerpt heilastarfsemina. Andoxunarefni sem kallast flavonoids eykur blóðstreymið í toppstykkið og með því að blóðflæðið eykst fær heilinn meira súrefni. Áhrifin vara í tvær til þrjár klukkustundir eftir að búið er að neyta súkkulaðisins. Það þýðir hinsvegar ekkert að arka út í búð og fylla körfu af súkkulaði. Of mikið af súkkulaði getur verið heilsuspillandi því það stuðlar að fitusöfnun og þar að auki er ekki verið að tala um hvaða súkkulaði sem er. Þetta á einungis við um dökkt súkkulaði með háu kakóinnihaldi. Að því er fram kemur á vísindavefnum forskning.no hafa breskir vísindamenn kannað áhrifin af því að drekka bolla af heitu súkkulaði þar sem súkkulaði með háu kakóinnihaldi var notað í drykkinn. Þeir komust að því að blóðstreymið til vissra heilasvæða jókst við drykkjuna. Súkkulaðibollinn virðist því auka einbeitingu til skamms tíma.
Athugasemdir
ó mæ god...
Elísa (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 20:37
Nákvæmelga Elísa...Er hún alveg að missa sig?
Helga (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.