Til umhugsunar....

30 ástæður fyrir því að súkkulaði er betra en kynlíf.

  1. Þú getur fengið súkkulaði.
  2. "Ef þú elskar mig þá gleypirðu þetta" hefur raunverulega merkingu með súkkulaði.
  3. Súkkulaði fullnægir þó það sé orðið mjúkt.
  4. Þú getur hættulaust fengið þér súkkulaði meðan þú keyrir.
  5. Þú getur látið súkkulaði endast eins lengi og þú vilt.
  6. Þú getur fengið þér súkkulaði fyrir framan mömmu þína.
  7. Súkkulaði kvartar ekki þó þú bítir fast í hneturnar.
  8. Tvær manneskjur af sama kyni geta fengið sér súkkulaði saman án þess að vera kallaðar klúrum nöfnum.
  9. Orðið "skuldbinding" hræðir súkkulaði ekki í burtu.
  10. Þú getur fengið þér súkkulaði í vinnustólnum/við vinnuborðið á vinnutíma án þess að koma vinnufélögunum í uppnám.
  11. Þú getur boðið ókunnugum súkkulaði án þess að eiga það á hættu að vera sleginn utanundir.
  12. Þú færð ekki hár í munninn af súkkulaði.
  13. Með súkkulaði er engin þörf á að þykjast.
  14. Súkkulaði gerir þig ekki ólétta.
  15. Þú getur fengið þér súkkulaði á hvaða tíma mánaðarins sem er.
  16. Það er auðvelt að finna gott súkkulaði.
  17. Þú getur fengið þér eins margar tegundir af súkkulaði eins og þú ræður við.
  18. Þú ert aldrei of ungur eða of gamall til að fá þér súkkulaði.
  19. Þegar þú færð þér frábært súkkulaði þá heldur það ekki vöku fyrir nágrönnunum.
  20. Það er allt í lagi að borga fyrir súkkulaði.
  21. Súkkulaði lítur jafn vel út þegar þú ert edrú.
  22. Þú færð ekki vandræðalegar sýkingar af súkkulaði.
  23. Súkkulaði er sama þó þú sofnir strax eftir að þú hefur fengið þér það.
  24. Þú færð ekki á þig rasistastimpil þó þér finnist ljóst súkkulaði betra en dökkt.
  25. Fólk fer ekki hjá sér þó þú fáir þér súkkulaði á almannafæri.
  26. Þó þú fáir þér súkkulaði með félögum þínum er ekki litið á þig sem saurlífissegg.
  27. Súkkulaði getur ekki krafið þig um meðlag.
  28. Súkkulaði er sama hvorum megin þú sefur í rúminu.
  29. Þú ert ekki kölluð drusla þó þú hafir prófað margar tegundir af súkkulaði.
  30. Enginn slúðrar um með hverjum þú hefur borðað súkkulaði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mmmmmm súkkulaðikaka

Þú  getur fengið þér súkkulaði í vinnustólnum/við vinnuborðið á vinnutíma án þess að koma vinnufélögunum í uppnám.

Er ekki viss um að þetta eigi við í Greiðsluþjónustunni ...  Brynja yrði ekki ánægð nema hún fengi líka, og þá myndi Elísa vilja og Dóra færi að forvitnast um hvar ég fékk súkkulaðið.  Þá kæmu Friðrika og Unnur að sníkja bita og svo kæmi Guðmundur og stelpurnar úr innborgunum og vanskila hópur til að tékka á hvaða læti þetta væru.  Áður en maður vissi af væri allt liðið mætt og enginn friður til að fá sé súkkó. 

Mmmmmm súkkulaðikaka, 18.3.2007 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband