Færsluflokkur: Bloggar
17.12.2007 | 17:40
Jólin eru að koma
Nú er vika í jólin og sá sem þetta ritar er ekki búin að baka eina einustu sort, ekki búin að þrífa, ekki búin að kaupa neinn pakka og ekki búin að skrifa nein jólakort. Einhvern veginn átti ég ekki von á þeim svona fljótt þó að það sé vitað mál að þau koma á sama tíma á hverju ári.
Að þessu sinni ætla ég að skella skuldinni á tannlækninn minn sem þurfti endilega að framkvæma stóraðgerð á mér svona rétt fyrir jól. Það hefur valdið því að ég hef ekki getað borðað neinar smákökur ( og því ekki haft áhuga á að baka þær), ég hef ekki getað þrifið því að ef ég beygi hausinn niður fer nístandi sársauki um hausinn á mér, ekki getað keypt neinar jólagjafir því ég fer ekki útúr húsi nema fullkomlega útlítandi ( gult mar niður á háls og bólginn kjálki er ekki inn í dag ) og ekki getað skrifað jólakort því allir vita að þegar maður skrifar jólakortin þá þarf maður að hafa smákökur að narta í á meðan. Þess vegna má tannlæknirinn minn lifa með því að hafa eyðilagt fyrir mér og minni fjölskyldu jólin. Einnig fer hluti af sökinni á Guð almáttugan fyrir að skapa svona vangefna endajaxla sem vaxa útá hlið.
Á morgun þarf ég semsagt að setja í fjórða gírinn og spýta í lófana. Prógrammið fyrir jól er því eftirfarandi :
1. baka sjö sortir af misflóknum smákökum, allavega einn skammt af Sörum.
2. Fara í Hagkaupssloppinn og segja Gunna hvað á að þrífa.
3. Þræða stórmarkaði, fara í biðröð í Toys´r us og just 4 kids, lenda í handalögmálum í Bónus og drekka úr mér stressið með léttu sérrýi þegar ég kem heim.
4. Skrifa jólakortin og narta í smákökur og klára sérrýið.
5. Alkazeltser
Þess má geta að jafnframt þarf ég að mæta í vinnu, sækja og fara með börnin, sinna Gunna mínum og passa uppá útlitið. þetta er því heljarinnar erfiði og ekki fyrir hvern sem er.
Já það er erfitt að vera ég.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.11.2007 | 13:40
TIL UPPLÝSINGA ( fyrir þá sem ekki vissu fyrir)
Maturinn sem þú borðar þegar enginn sér til hefur engar kaloríur
Þegar þú borðar með öðrum eru einungis kaloríur í matnum sem þú borðar umfram þau.
Matur sem er neytt af læknisfræðilegum ástæðum (t.d. jólaglögg, heitt súkkulaði, rauðvín o.s.frv.) inniheldur aldrei kaloríur
Því meira sem þú fitar þá sem þú umgengst daglega því grennri sýnist þú
Matur (t.d. poppkorn, kartöfluflögur,hnetur, gos, súkkulaði og brjóstsykur) sem er borðaður í kvikmyndahúsi eða þegar horft er á myndband er kaloríulaus vegna þess að hann er hluti af skemmtuninni.
Kökusneiðar og smákökur innihalda ekki kaloríur þar sem þær molna úr þegar bitið er í þær.
Allt sem er sleikt af sleikjum, sleifum, og innan úr skálum eða sem ratar upp í þig á meðan þú eldar matinn inniheldur ekki kaloríur vegna þess að þetta er liður í matseldinni.
Matur sem hefur samskonar lit hefur sama kaloríufjölda (t.d. tómatar = jarðaberjasulta, næpur = hvítt súkkulaði)
Matur sem er frosinn inniheldur ekki kaloríur því kaloríur eru hitaeiningar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.11.2007 | 13:55
Síðunni hefur borist póstur ...
Talað hefur verið um að flestar konur taki súkkulaði fram yfir kynlíf.
Ég segi .... Why cant we have both...
Þessi auðveldar allavega valið, pant fá svona konfektkassa í jólagjöf.... Fæst sérpakkað hjá Jóa Fel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.10.2007 | 11:21
Kökublað Gestgjafans er komið út.
Þá er biblían komin út. Kökublað Gestgjafans er komið í hillur verslana og er LK að sjálfsögðu búin að tryggja sér eintak. Spurning um að mæta með það í vinnuna til að fleiri geti skoðað og spekúlerað. Það eru allavega 8 mjög freistandi uppskriftir sem ég er búin að ákveða að prófa.
Nú hefur FIRMAÐ breyst aðeins og við höfum SKIPT yfir. Spurning hvort meðlimir súkkulaðifélagsins sem eftir verða hjá gamla firmanu fái að halda áfram í félaginu. Ætli þeir verði ekki að fylgja með. Væri ómögulegt að hafa ekki HB með á fundum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.10.2007 | 13:40
THE BOSTON SHOP
Das Boston shop býður flokksfélögum til kökuveislu í dag kl 14. Mikið er um dýrðir og fréttist í morgun að það ætti að þeyta alvöru rjóma í tilefni dagsins. The correction group ehf fór og náði í veitingar í hádeginu og lítur þetta allt ljómandi vel út. Það klikkar ekki þjónustan hjá Boston shop það er alveg víst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2007 | 13:58
Frábær ferð
Þá er þessari bráðskemmtilegu ferð lokið og ekki laust við að sæust tár á hvarmi þegar við kvöddum BÝÞ á lestarstöðinni í Kaupmannahöfn. Við skemmtum okkur stórkostlega og það er aðal málið.
Við vorum mættar út um kl. 13 á fimmtudeginum og þá var að sjálfsögðu rokið heim á Niels Hemmingsen gade þar sem íbúðin okkar er staðsett. Það kom skemmtilega á óvart að þessi íbúð var með innbyggðum líkamsræktarfítusum. Þ.e stórkostlegur stairmaster og lærabani alla leið upp á fimmtu hæð. Ég get ekki byrjað að lýsa því hversu erfitt var að bera upp töskurnar.
Hér er svo æfingasalurinn
Við áttum stefnumót við BÝÞ þannig að töskunum var bara hent inn og svo haldið á Strikið og strunsað niður á Ráðhústorg að hitta skvísuna. Þegar búið var að pikka hana upp og kyssa og knúsa var bara stefnan tekin á næsta bar og skálað í öli. Tókum því svo rólega og kíktum í búðir og fengum okkur að borða á Hard Rock, versluðum okkur rauðvín og osta og fórum heim í náttfatapartý, slúður og rauðvínsull.
Rjátluðumst á lappir um 10 á föstudeginum og gerðum okkur sætar. Það tók talsverðan tíma og vorum við því ekki komnar út fyrr en um hádegi.
Þá var haldið á vit outletta og útsölumarkaða á Langeline. Ekki leist okkur vel á hvorki vörur né verð þar og það eina sem var keypt voru glæsileg fjólublá og rósótt stígvél sem BÝÞ fullyrðir að allir sem búa í DK þurfi að eiga. 'Otrúlega krúttileg. BDI var komin á svífandi siglingu og í mikið verslunarstuð þannig að við slepptum henni lausri á Strikinu og við hinar fórum í Nýhöfn til að sitja í sólinni og sötra bjór og borða ís.
Um kvöldið áttum við svo pantað borð á ástralska veitingastaðnum Reef N beef, frábær staður þar sem hægt er að fá krókódíla og kengúrukjöt. Maturinn var æðislegur og getum við mælt 100 % með honum. Við eyddum öllu kvöldinu þarna og fengum okkur súkkulaði desert to die for í restina.
Gengum svo heim í rólegheitum og skoðuðum mannlífið. Þessi fann sig tilneyddan til að koma og vera með á myndinni.
Fundum svo þetta sem betur fer því annars hefðum við verið alveg villtar
Sáum einnig að Dagmar á hér marga aðdáendur líkt og hér á Íslandi. Þessir hafa samt gengið lengra í aðdáun sinni en við eigum að venjast hér heima. Veit ekki til að neinn hafi sett upp skilti henni til heiðurs hér ( ekki ennþá allavega )
Á laugardag gengum við í rólegheitum í bæinn og tókum svo lestina í Fisketorvet. Þar var shoppað feitt og vorum við orðnar ansi þreyttar þegar leið á daginn.
Fórum svo bara með taxa heim og lögðum okkur aðeins. Við vorum búnar að panta borð á Indverskum stað sem er beint á móti Reef N beef á jernbanegade. Hann heitir Indian Taj og fórum við þangað í dinner. Þar er rosa gaman að borða, fengum marga rétti alla jafn góða en suma missterka.
Á sunnudeginum urðum við að vera búnar að losa húsnæðið fyrir kl 12. Pöntuðum okkur minibus og létum skutla okkur með allt draslið á lestarstöðina. Létum geyma töskurnar þar og skelltum okkur með lestinni í Fields mallið. BDI var enn á svífandi shopping siglingu þannig að við slepptum henni lausri og settumst á barinn. Fengum okkur misstóra bjóra og slöppuðum af.
Um fimm leytið var komin tími til að huga að heimferð og kvöddum við BÝÞ á lestarstöðinni þar sem hún geislaði eins og drottning í nýju flottu kápunni sinni.
BÝÞ sendir knúsa og kossa á alla ....
Þá var það bara að koma sér á Kastrup og fljúga heim. Hittum barþjóna þar á einhverjum sportbar sem vildu allt fyrir okkur gera, þeir bjuggu til handa okkur kokkteila og buðu uppá einhvern ávaxtalíkjör í skotglösum. Svona eiga menn að vera. Sá minni heitir því skemmtilega nafni Bara Bomm ( ég er ekki að grínast, hann sýndi okkur skilríkin sín )
Takk fyrir samveruna stelpur og frábæra helgi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.10.2007 | 11:13
Útrás
Súkkulaðifélagið er í útrás og eins og aðrir Íslendingar ætlum við til Danmerkur.
Tveir af meðlimum félagsins þær LK og BDI ásamt heiðursfélaga okkar henni BÝÞ ætla í menningar og fræðsluferð um Kaupmannahöfn. Þar munum við skoða hin ýmsu söfn og staði, eins og til dæmis Carlsberg verksmiðjuna, Magasin du Nord og Illums.
Ferðasagan mun koma hér eftir helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.10.2007 | 11:06
Liðsheildardagur
Liðsheildardagur Súkkulaðifélagsins var haldinn í Egilshöll síðasta laugardag. Tekið var uppá ýmsu skemmtilegu til að hrista hópinn saman. Hafliði Ragnars margfaldur súkkulaðimeistari Íslands mætti til að kenna kökuskreytingar á sem stystum tíma. Varð EG að orði að myndarlegri mann hefði hún varla séð. ( EM er ekki alveg sammála þar sem hún er og verður Jóa Fel kona )
BDI sýndi nákvæmlega enga hæfileika í kökuskreytingum og endaði með því að spaðinn var tekinn af henni.
HLH og HB sýndu aftur á móti einstaka hæfileika í línudansi og var haft á orði að sjaldan hefðu sést önnur eins tilþrif í Egilshöll nema ef vera kynni á öldungamóti símamanna í fótbolta.
Þetta var víst hin mesta skemmtun og aðeins eitt skyggði á gleðina. Það var að LK sá sé ekki fært að mæta sökum annríkis við uppölun og þvíumlíkt. Vonandi verður hún þó með á næsta liðsheildardegi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2007 | 09:56
Glæsilegur dinner að baki
Jæja þá hefur verið farið í hina árlegu pílagrímsferð á Galitó.
Kvöldið tókst ljómandi vel. Við vorum aðeins 6 að þessu sinni og var því ákveðið að fara allar saman í nýju rútunni hennar Em. Mosfellsdrottningar voru sóttar og brunað sem leið lá upp á Skaga.
Þegar við komum á Galito beið okkar glæsilega skreytt borð í miðjum salnum og sátum við líkt og í hásæti og drottnuðum yfir öðrum gestum staðarins. Við vorum allar mjög svangar og ákváðum því eftir talsverða rekistefnu ( aðallega EG sem var með vesen) að fá okkur ekki forrétt heldur vera villtar og skella okkur beint í aðalréttinn. EM, LK, EG og HB fengu sér hreindýrafillet með foie gras og trufflusósu, HLH fékk sér hvítlauksgrillaðan humar og DP fékk sér cannellione. Þetta bragðaðist allt alveg dásamlega og á das kokk hrós skilið fyrir eldamennskuna.
( sjá mynd)
Í desert fengum við okkur svo að sjálfsögðu súkkulaðidesertinn fræga, hann olli reyndar aðeins vonbrigðum þar sem hann hafði verið eldaður aðeins of mikið og var því ekki alveg nógu blautur í gegn.
Þessi ferð var alveg svakalega skemmtileg og var mikið hlegið. Að gefnu tilefni vil ég láta það koma fram að staðurinn hefur fjárfest í nýjum vatnskönnum og er því hægt að fá tvær könnur í einu á borðið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.9.2007 | 14:48
Skráning
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)