21.3.2007 | 19:23
Miss Chardonney er kominn á klakann
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2007 | 13:47
Fyrst við erum að tala um ...
Fyrst við erum að tala um súkkulaði... þá finnst mér við verða að hafa þessa með. Þó það væri ekki nema fyrir Borghildi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.3.2007 | 12:54
Þetta hélt ég einmitt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.3.2007 | 12:53
Til umhugsunar....
30 ástæður fyrir því að súkkulaði er betra en kynlíf.
- Þú getur fengið súkkulaði.
- "Ef þú elskar mig þá gleypirðu þetta" hefur raunverulega merkingu með súkkulaði.
- Súkkulaði fullnægir þó það sé orðið mjúkt.
- Þú getur hættulaust fengið þér súkkulaði meðan þú keyrir.
- Þú getur látið súkkulaði endast eins lengi og þú vilt.
- Þú getur fengið þér súkkulaði fyrir framan mömmu þína.
- Súkkulaði kvartar ekki þó þú bítir fast í hneturnar.
- Tvær manneskjur af sama kyni geta fengið sér súkkulaði saman án þess að vera kallaðar klúrum nöfnum.
- Orðið "skuldbinding" hræðir súkkulaði ekki í burtu.
- Þú getur fengið þér súkkulaði í vinnustólnum/við vinnuborðið á vinnutíma án þess að koma vinnufélögunum í uppnám.
- Þú getur boðið ókunnugum súkkulaði án þess að eiga það á hættu að vera sleginn utanundir.
- Þú færð ekki hár í munninn af súkkulaði.
- Með súkkulaði er engin þörf á að þykjast.
- Súkkulaði gerir þig ekki ólétta.
- Þú getur fengið þér súkkulaði á hvaða tíma mánaðarins sem er.
- Það er auðvelt að finna gott súkkulaði.
- Þú getur fengið þér eins margar tegundir af súkkulaði eins og þú ræður við.
- Þú ert aldrei of ungur eða of gamall til að fá þér súkkulaði.
- Þegar þú færð þér frábært súkkulaði þá heldur það ekki vöku fyrir nágrönnunum.
- Það er allt í lagi að borga fyrir súkkulaði.
- Súkkulaði lítur jafn vel út þegar þú ert edrú.
- Þú færð ekki vandræðalegar sýkingar af súkkulaði.
- Súkkulaði er sama þó þú sofnir strax eftir að þú hefur fengið þér það.
- Þú færð ekki á þig rasistastimpil þó þér finnist ljóst súkkulaði betra en dökkt.
- Fólk fer ekki hjá sér þó þú fáir þér súkkulaði á almannafæri.
- Þó þú fáir þér súkkulaði með félögum þínum er ekki litið á þig sem saurlífissegg.
- Súkkulaði getur ekki krafið þig um meðlag.
- Súkkulaði er sama hvorum megin þú sefur í rúminu.
- Þú ert ekki kölluð drusla þó þú hafir prófað margar tegundir af súkkulaði.
- Enginn slúðrar um með hverjum þú hefur borðað súkkulaði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.3.2007 | 12:47
Mmmmmm
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.3.2007 | 09:14
Hvar er Eva ......
Mr. Oroblu, óvenjulega glæsilegur í skylmingaroutfitti. Eins og hann hafi bara labbað útúr myndinni Gladiator. Mikið hefði nú Borghildur haft gaman af því að hitta hetjuna sína aftur.
En getraun dagsins er : Hvar er Eva ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.3.2007 | 15:32
Löðrandi...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.3.2007 | 15:30
Hvor er flottari...
Hafliði í Mosfellsbakaríi er að mala skoðanakönnunina um hvor er flottari, hann eða Jói Fel.
Hef grun um að Eva sé semsagt duglegri en Elísa að kjósa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2007 | 15:25
Mmmm gæti virkað vel
Rakst á þessa síðu og sá þar frekar freistandi uppskrift. Væri gaman að prófa þessa. Líst líka ótrúlega vel á kremið.
http://www.veitingastadir.is/uppskriftir/24/default.aspx
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2007 | 10:06
Árshátíð
Árshátíð súkkulaðifélagsins var haldin um helgina í Laugardalshöllinni. Um 1300 manns mættu í sínu fínasta pússi og skemmtu sér með félaginu. Hafliði í Mosfellsbakarí sá að sjálfsögðu um eftirréttinn sem var súkkulaðimousse af bestu gerð. Við munum reyna að komast að uppskriftinni og að sjálfsögðu birta hana hér.
Todmobile spilaði svo fyrir félagið og var dansað fram eftir nóttu. Mikil gleði og glaumur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)